Skrifar undir sinn fyrsta samning

Kaide Gordon í leik með Derby.
Kaide Gordon í leik með Derby. Ljósmynd/Derby County

Hinn 17 ára gamli Kaide Gordon hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við enska knattspyrnuliðið Liverpool.

Gordon, sem kom frá Derby County í febrúar, heillaði Jürgen Klopp stjóra Liverpool á undirbúningstímabilinu í leikjum gegn Hertha Berlin og Osasuna.

Hann spilaði svo sinn fyrsta keppnisleik fyrir aðalliðið í síðasta mánuði þegar Liverpool sló Norwich út úr deildarbikarnum. Þá var hann einungis 16 ára gamall og varð fimmti yngsti leikmaður sögunnar til að spila fyrir aðallið Liverpool.

mbl.is