Manchester United verður fyrir blóðtöku

Raphael Varane gengur af velli í úrslitaleiknum.
Raphael Varane gengur af velli í úrslitaleiknum. AFP

Franski heimsmeistarinn Raphael Varane verður ekki með Manchester United næstu vikurnar vegna meiðsla. 

Varane fór meiddur af velli í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar gegn Spáni. Varane er meiddur í nára og United tilkynnti í dag að hann yrði ekki með næstu vikurnar. 

United er þá án beggja miðvarðanna því Harry Maguire er meiddur í kálfa. United leikur gegn Leicester á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni en framundan er einnig leikur gegn Atalanta í Meistaradeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert