Jones ekki með – Klopp brjálaður

Curtis Jones og Jür­gen Klopp.
Curtis Jones og Jür­gen Klopp. AFP

Curtis Jones, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, meiddist í landsliðsverkefni með U21-árs landsliði Englands á dögunum og missir því af leik Liverpool gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Jür­gen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki alls kostar sáttur við hvernig meiðslin bar að.

„Ef við erum að tala um knattspyrnusambönd þá kom Curtis Jones frá U21-árs landsliðinu meiddur. Frábært! Það er erfitt að komast í samband við þá. Þeir spiluðu við Andorra, mjög mikilvægt fyrir hann að spila þar,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.

David Lynch, blaðamaður hjá Sunday Mirror, greindi frá því á twitteraðgangi sínum í dag að Jones hafi ekki æft með U21-árs landsliðinu vegna náravandamála. Hann spilaði hins vegar gegn Andorra í kjölfarið og kom því meiddur til baka, sem skýrir hvers vegna Klopp er svona ósáttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert