Tveir leikmenn Tottenham með veiruna

Heung Min-Son í landsleik með Suður-Kóreu.
Heung Min-Son í landsleik með Suður-Kóreu. AFP

Knattspyrnumennirnir Heung Min-Son og Bryan Gil hafa greinst með kórónuveiruna, en þeir leika báðir með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Smituðust þeir báðir í landsleikjapásunni.

Son er landsliðsmaður Suður-Kóreu og Gil landsliðsmaður Spánar. Þeir missa af að minnsta kosti næstu þremur leikjum Tottenham.

Tottenham mætir Newcastle á útivelli á morgun í deildinni, Vitesse í Hollandi í Sambandsdeildinni á fimmtudag og West Ham á útivelli í deildinni næstkomandi sunnudag.

mbl.is