Fjöldi bólusettra í úrvalsdeildinni eykst stöðugt

Þeim leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa þegið bólusetningu fjölgar …
Þeim leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem hafa þegið bólusetningu fjölgar stöðugt. AFP

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla hafa tilkynnt að nú hafi 68 prósent leikmanna deildarinnar þegið tvær sprautur við kórónuveirunni og teljist þeir því fullbólusettir.

Í tilkynningunni kom einnig fram að 81 prósent leikmanna deildarinnar hafi fengið að minnsta kosti eina sprautu.

Um gríðarlega fjölgun er að ræða frá því í síðasta mánuði þar sem greint var frá því í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni að aðeins sjö félög af þeim 20 sem eru í deildinni státuðu af því að meira en helmingur leikmanna þeirra væri fullbólusettur.

„Tölur um hlutfall bólusettra eru teknar saman vikulega af ensku úrvalsdeildinni og deildin heldur áfram að vinna með félögunum að því að hvetja leikmenn og starfsfólk þeirra til þess að þiggja bólusetningu,“ sagði einnig í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert