Gylfi laus gegn tryggingu þar til í janúar

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, verður áfram laus gegn tryggingu eins og verið hefur síðan í júlí. 

RÚV greinir frá þessu og vísar í skriflegt svar frá lögreglunni á Manchester-svæðinu. 

Gylfi er laus gegn tryggingu þar til 16. janúar en fyrri úrskurður rann út um helgina. Gylfi er þá væntanlega eins og áður í farbanni á meðan málið er enn til rannsóknar. 

Gylfi var handtekinn á heimili sínu á Englandi hinn 16. júlí og er grunaður um kynferðisbrot gegn barni en málsatvik eru mjög ójós þar sem þau hafa ekki verið til umræðu opinberlega. 

Gylfi Þór er samningsbundinn Everton en hann er ekki á lista yfir þá leikmenn sem félagið hyggst nota á fyrri hluta keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert