United og Liverpool mætast á sunnudag

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður á Old Trafford á sunnudaginn þegar Manchester United tekur á móti Liverpool. 

Risarnir í norðurhlutanum mætast klukkan 15:30 á sunnudaginn og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Símanum Sport. 

Niunda umferðin hefst raunar í kvöld þegar Arsenal og Aston Villa eigast við í London klukkan 19. 

Í meðfylgjandi myndskeiði fer Tómas Þór Þórðarson yfir dagskrána sem er framundan hjá Símanum Sport. 

mbl.is