Chelsea skoraði sjö gegn vonlausum Norwich-mönnum

Mason Mount fagnar þriðja marki sínu í London í dag.
Mason Mount fagnar þriðja marki sínu í London í dag. AFP

Mason Mount skoraði þrennu fyrir Chelsea þegar liðið vann stórsigur gegn Norwich í í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag. Leiknum lauk með 7:0-sigri Chelsea en staðan í hálfleik var 3:0.

Mason Mount, Callum Hudson-Odoi og Reece James skoruðu mörk Chelsea í fyrri hálfleik.

Ben Chilwell bætti við fjórða marki Chelsea áður en Max Aarons varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark um miðjan síðari hálfleikinn.

Ben Gibson í liði Norwich fékk að líta sitt annað gula spjald á 65. mínútu og leikmenn Chelsea nýttu sér liðsmuninn því Mount bætti við sjötta markinu úr vítaspyrnu áður en hann fullkomnaði þrennuna með marki í uppbótartíma.

Chelsea er með 22 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur fjögurra stiga forskot á Liverpool sem mætir Manchester United á Old Trafford á morgun.

Norwich er hins vegar í neðsta sætinu með 2 stig eftir níu spilaða leiki, sjö stigum frá öruggu sæti.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Chelsea 7:0 Norwich opna loka
90. mín. Mason Mount (Chelsea) skorar 7:0 - Mount með þrennu! Loftus-Cheek sleppur í gegn og sendir á Mount sem var einn gegn opnu marki.
mbl.is