Í viðræðum við Newcastle

Paulo Fonseca stýrði Roma á síðustu leiktíð.
Paulo Fonseca stýrði Roma á síðustu leiktíð. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn Paulo Fonseca þykir líklegastur til þess að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Fonseca hefur átt í viðræðum við félagið en Steve Bruce lét af störfum sem stjóri liðsins á dögunum eftir dapurt gengi í upphafi leiktíðar.

Portúgalinn lét af störfum sem þjálfari Roma eftir síðasta tímabil en hann var sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham í sumar.

Mohammad Bin Salman keypti Newcastle á dögunum og ætlar sér stóra hluti með félagið en Newcastle hefur einnig rætt við Frank Lampard um að taka við félaginu.

mbl.is