Mörkin: Chelsea tætti Norwich í sundur

Chelsea gerði sér lítið fyrir og vann 7:0-stórsigur gegn Norwich þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag.

Mason Mount skoraði þrennu fyrir Chelsea og þá voru þeir Callum Hudson-Odoi, Reece James og Ben Chilwell einnig á skotskónum leiknum.

Max Aarons varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 62. mínútu og þremur mínútum síðar fékk Ben Gibson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Norwich.

Leikur Chelsea og Norwich var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is