Mörkin:Rodrigo bjargaði Leeds

Leeds og Wolves gerðu 1:1 jafntefli á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hwang Hee-Chan kom Úlfunum yfir á 10. mínútu leiksins og leit allt út fyrir að það yrði eina mark leiksins en á lokamínútunum fékk Leeds vítaspyrnu sem Rodrigo skoraði úr. 

Leikur Leeds og Wolves var sýndur beint á Síminn Sport og mbl.is.

mbl.is