Mörkin: Southampton og Burnley skildu jöfn

Southampton og Burnley gerðu 2:2 jafntefli á St. Mary's leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fílbeinstrendingurinn Maxwel Cornet kom Burnley yfir á 13. mínútu leiksins en Valentino Livramento jafnaði fyrir Southampton rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. 

Armindo Broja kom Southampton svo yfir í upphafi seinni hálfleiks en Cornet gerði sitt annað mark þegar hann jafnaði fyrir Burnley á 57. mínútu. 

Leikur Southampton og Burnley var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is