Mörkin: VAR kom í veg fyrir sigur Palace

Crystal Palace og Newcastle gerðu 1:1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Selhurst Park í Lundúnum í dag.

Christian Benteke kom Palace yfir á 56.mínútu en Callum Wilson jafnaði fyrir Newcastle með frábæru marki úr bakfallsspyrnu tæpum tíu mínútum síðar.

Christian Benteke skoraði svo annað mark undir lok leiks og leit allt út fyrir að Palace-menn væru að fara með sigur af hólmi en VAR tók markið af.

Leikur Crystal Palace og Newcastle var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is