Áhorfendur yfirgefa Old Trafford

Alex Ferguson fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United var þungur á brún …
Alex Ferguson fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United var þungur á brún þegar flautað var til hálfleiks. AFP

Talsverður hópur stuðningsmanna Manchester United hefur þegar yfirgefið Old Trafford enda þótt seinni hálfleikur í viðureigninni gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sé nýhafinn.

Samfélagsmiðlar og fjölmiðlar á Englandi eru farnir að birta myndir þar sem sjá má fólk ganga burt frá leikvanginum í hálfleik og strax eftir hálfleik eftir að Liverpool var komið í 4:0 og síðan í 5:0.

Staðan þegar þetta er skrifað er 5:0 og tæpar  tíu mínútur búnar af seinni hálfleiknum.

mbl.is