Solskjær á síðasta séns

Það gengur ekkert upp hjá Ole Gunnar Solskjær og Manchester …
Það gengur ekkert upp hjá Ole Gunnar Solskjær og Manchester United þessa dagana. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, mun stýra liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin mætast í London á Laugardaginn kemur. Það er The Athletic sem greinir frá þessu.

Framtíð norska stjórans var mikið í umræðunni í gær en United tapaði illa fyrir Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn síðasta, 0:5.

Richard Arnold, framkvæmdastjóri United, fundaði með Joel Glazer, eiganda félagsins, um framtíð Solskjærs í allan gærdag að því er fram kom í frétt The Guardian.

Í frétt The Guardian kom einnig fram að leikmenn United efuðust um taktíska hæfni knattspyrnustjórans og að hann væri hægt og rólega að missa trú í búningsklefanum.

Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur United tapað þremur þeirra og gert eitt jafntefli en Solskjær gæti fengið sparkið ef úrslitin gegn Tottenham verða honum ekki í hag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert