Ronaldo kallar eftir stuðningi við Solskjær

Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo á góðri stundu.
Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo á góðri stundu. AFP

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hefur kallað eftir því að leikmenn liðsins fylki sér á bakvið Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra liðsins. Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu.

Solskjær þykir afar valtur í sessi þessa dagana eftir slæma útreið gegn Liverpool um síðustu helgi þar sem United tapaði 0:5 á heimavelli sínum Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni.

The Athletic greindi frá því í gær að Solskjær fengi tækifæri til þess að snúa gengi liðsins við gegn Tottenham á útivelli um helgina en United er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og hefur tapað fjórum þeirra.

Þá greindi The Guardian frá því að margir leikmenn United væru byrjaði að efast um taktíska hæfni Ole Gunnars Solskjærs og að þeir væru efins um að Norðmaðurinn sé rétti maðurinn til þess að koma liðinu á sama stað og Liverpool, Manchester City og Chelsea.

Í frétt Manchester Evening News kemur meðal annars fram að Ronaldo hafi hvatt leikmenn liðsins til þess að styðja við og fara eftir leiðbeiningum stjórans, þrátt fyrir að þeir tryðu ekki á hugmyndafræði hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert