Tilbúinn að taka við Newcastle

Gennaro Gattuso er tilbúinn að taka við Newcastle.
Gennaro Gattuso er tilbúinn að taka við Newcastle. AFP

Knattspyrnuþjálfarinn Gennaro Gattuson er tilbúinn að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle. Það er ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabio Santini sem greinir frá þessu.

Gattuso er án starfs eftir að hafa sagt upp hjá Fiorentina en hann entist einungis 20 daga í starfa hjá ítalska A-deildarfélaginu.

Miðjumaðurinn fyrrverandi garði garðinn frægan sem leikmaður hjá AC Milan en hann hefur einnig stýrt AC Milan og Napoli á þjálfaraferli sínum.

Steve Bruce var látinn fara frá félaginu á dögunum eftir dapurt gengi en Newcastle er án sigurs í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Mohammed bin Salman, krónprinsinn í Sádí-Arabíu, keypti félagið á dögunum fyrir 300 milljónir punda og ætlar sér stóra hluti með það á næstu árum.

mbl.is