Búa sig undir brotthvarf Pogba

Paul Pogba gekk til liðs við Manchester United árið 2016.
Paul Pogba gekk til liðs við Manchester United árið 2016. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru undir það búnir að Paul Pogba, miðjumaður liðsins, yfirgefi félagið næsta sumar. Það er ESPN sem greinir frá þessu.

Pogba verður samningslaus næsta sumar og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið en hann er 28 ára gamall.

Frakkinn gekk til liðs við United frá Juventus sumarið 2016 en enska félagið borgaði tæplega 90 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Hann hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með United og aldrei náð þeim hæðum sem búist var við af honum á Old Trafford.

Pogba hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og París SG undanfarna mánuð en hann á að baki 218 leiki fyrir United þar sem hann hefur skorað 38 mörk og lagt upp önnur 49.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert