Gylfi: Þetta getur ekki haldið svona áfram

Þeir Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, og Gylfi Einarsson sparkspekingur ræddu slælega frammistöðu Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City eftir 0:2 tap Rauðu djöflanna á heimavelli í dag.

„City leit út fyrir að vera að spila við lið sem var á botninum í dag, þetta var það einfalt fyrir þá að klára þennan leik. Það þarf eitthvað gerast þarna, þetta getur ekki haldið svona áfram.

Ég held bara að United séu of tilfinningalega tengdir Ole Gunnar Solskjær. Þetta er þriðja árið með liðið og þeir ættu að vera á leiðinni upp en þeir eru á leiðinni niður,“ sagði Gylfi meðal annars.

Umræður hans og Tómasar Þórs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is