Leikur Norwich og Southampton beint á mbl.is

Dean Smith stýrir Norwich í fyrsta sinn í dag.
Dean Smith stýrir Norwich í fyrsta sinn í dag. AFP

Norwich tekur á móti Southampton í tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Carrow Road í Norwich klukkan 15.00 og leikurinn er sýndur beint hér á mbl.is. 

Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiks klukkan 15.00.

Southampton er í þrettánda sæti deildarinnar með 14 stig en Norwich er í tuttugasta og neðsta sæti með 5 stig. Dean Smith sem var rekinn frá Aston Villa á dögunum var ráðinn stjóri Norwich í vikunni og stýrir liðinu í fyrsta skipti í dag.

mbl.is