Solskjær að fá reisupassann

Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í dag.
Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í dag. AFP

Ole Gunnar Solskjær hefur að öllum líkindum stýrt Manchester United í síðasta skipti en liðið fékk 1:4-skell á móti nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

United hefur tapað þremur leikjum af síðustu fjórum í deildinni og spilamennska liðsins heilt yfir á leiktíðinni ekki verið upp á marga firska. The Times greinir frá því í dag að þolinmæði eigenda félagsins sé á þrotum eftir niðurlægjandi tap í dag.

Times greinir einnig frá því að Zinedine Zidane sé efstur á óskalista félagsins og að stjórnarmenn þess séu tilbúnir í að bjóða Frakkanum samning á allra næstu dögum.

Þá greinir The Sun frá því að stjórnarmenn félagsins hafi tekið endanlega ákvörðun og að Norðmaðurinn verði rekinn á næstu 48 tímum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert