Berst fyrir lífi sínu eftir fótboltaleik

Frá leiknum á föstudag.
Frá leiknum á föstudag. Ljósmynd/Luton Town

Karlmaður á sextugsaldri liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í London eftir atvik sem átti sér stað eftir leik Luton og QPR í ensku B-deildinni á föstudag.

Maðurinn, sem er stuðningsmaður Luton, varð fyrir árás stuðningsmanna QPR eftir leikinn. Hann var í kjölfarið færður á nærliggjandi sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka og berst nú fyrir lífi sínu.  

„Maðurinn varð fyrir alvarlegum höfuðáverkum og það er mikilvægt að þau sem urðu vitni að árásinni stigi fram,“ segir í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í London.

mbl.is

Bloggað um fréttina