Sóknarmaður United með veiruna

Mason Greenwood er með kórónuveiruna.
Mason Greenwood er með kórónuveiruna. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood hefur greinst með kórónuveiruna. Hann lék ekki með Manchester United gegn Watford í gær vegna þessa og þá missir hann einnig af leik liðsins við Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti tíðindin í gær. Óljóst er hvort Greenwood verði klár í slaginn fyrir stórleik United við Chelsea á Stamford Bridge á sunnudag eftir viku.

Greenwood byrjaði tímabilið af krafti og skoraði í þremur fyrstu leikjum United í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur hinsvegar aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö leikjum.

mbl.is