Solskjær heiðraður í heimabænum

Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United í …
Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United í gær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, er kominn heim til Noregs eftir að hafa verið rekinn frá United í gær.

Solskjær, sem er 48 ára gamall, tók við stjórnartaumunum hjá United í desember 2018 eftir að José Mourinho var látinn taka pokann sinn.

Gengi United á leiktíðinni hefur hins vegar valdið miklum vonbrigðum og var Solskjær rekinn í gær eftir stuttan fund með forráðamönnum félagsins.

Heimabær hans Kristiansund í Noregi heiðraði Solskjær í gærkvöldi þar sem áletrunin „20 Legend“ lísti upp bæinn.

Solskjær lék í treyju númer 20 hjá Manchester United og með orðinu Legend var vísað í íslenska orðið goðsögn.

Solskjær var heiðraður í heimabæ sínum í gær.
Solskjær var heiðraður í heimabæ sínum í gær. Ljósmynd/@ManUnitedZone_mbl.is