Tilbúinn að taka við Manchester United

Steve Bruce varð þrívegis Englandsmeistari með United.
Steve Bruce varð þrívegis Englandsmeistari með United. AFP

Steve Bruce, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, vill taka við enska úrvalsdeildarliðinu. Það er Sportsmail sem greinir frá þessu.

Bruce, sem er sextugur, var rekinn sem knattspyrnustjóri Newcastle á dögunum eftir tvö ár í starfi.

Varnarmaðurinn fyrrverandi lék með United á árunum 1987 til ársins 1996 og varð þrívegis Englandsmeistari með liðinu og þrívegis bikarmeistari.

Hann hefur stýrt liðum á borð við Wigan, Cyrstal Palace, Birmingham, Sunderland, Hull og Aston Villa á stjóraferli sínum.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem stjóri United í gær og er félagið því í leit að nýjum stjóra en Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru sagðir efstir á blaði hjá forráðamönnum félagsins um að taka við liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert