Eigendur Liverpool að kaupa annað íþróttafélag

John Henry, aðaleigandi Liverpool, ásamt eiginkonu sinni Lindu Pizzuti Henry.
John Henry, aðaleigandi Liverpool, ásamt eiginkonu sinni Lindu Pizzuti Henry. AFP

Eigandahópur enska knattspyrnufélagsins Liverpool, Fenway Sports Group, er að ganga frá kaupunum á bandaríska íshokkíliðinu Pittsburgh Penguins. Það er CBS Pittsburgh sem greinir frá þessu.

Kaupverðið er talið vera í kringum 112 milljarðar íslenskra króna en FSG keypti meirihluta í Liverpool árið 2010.

Þá á FSG einnig bandaríska hafnaboltaliðið Boston Red Sox og bandaríska NASCAR-akstursliðið Roush Fenway Keselowski Racing.

Pittsburgh Penguins hefur fimm sinnum unnið Stanley-bikarinn fræga í Bandaríkjunum en liðið er hluti af NHL-deildinni vestanhafs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert