Óvissa hjá United fyrir kvöldið

Luke Shaw hefur tvisvar farið meiddur af velli hjá Manchester …
Luke Shaw hefur tvisvar farið meiddur af velli hjá Manchester United í þessum mánuði. AFP

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða leikmenn Michael Carrick hefur til umráða sem bráðabirgðastjóri Manchester United fyrir leikinn gegn Villarreal í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld.

Paul Pogba og Raphael Varane eru báðir úr leik vegna meiðsla og Mason Greenwood er í einangrun þar sem hann greindist með kórónuveiruna. Þá er óvissa með Luke Shaw sem fékk höfuðhögg í leiknum við Watford á laugardaginn og Edinson Cavani er tæpur vegna meiðsla.

Hjá Villarreal er útlit fyrir að Gerard Moreno verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Manchester United og Villarreal eru með sjö stig hvort, Atlanta er með 5 stig og Young Boys þrjú. Manchester United myndi tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum með sigri, og Villarreal gæti gert það sama með tveggja marka sigri.

mbl.is