Fáir enskir eigendur

Amanda Staveley og Mehrdad Ghodoussi úr stjórn Newcastle United ásamt …
Amanda Staveley og Mehrdad Ghodoussi úr stjórn Newcastle United ásamt knattspyrnustjóranum Eddie Howe. AFP

Óhætt er að segja að eigendur liðanna í úrvalsdeildinni komi úr ýmsum áttum.

Jafnt og þétt hefur orðið erfiðara að finna Englendinga í tengslum við félögin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeim hefur farið fækkandi á meðal leikmanna og knattspyrnustjóranna.

Nú er svo komið að hjá fjórum félögum eru Englendingar meirahlutaeigendur. Þekktasta félagið er Tottenham Hotspur en einnig eru það Brentford og Brighton & Hove Albion. Hjá Norwich eiga svo Englendingur og Walesverji rúman meirihluta.

Í meðfylgjandi lista yfir félögin má sjá einfalda útgáfu af helstu eigendum og þar má sjá þjóðerni þeirra. Bandaríkjamenn eiga þrjú mjög þekkt félög: Arsenal, Manchester United og Liverpool. Bandaríkjamenn má víðar finna á meðal eigenda enskra félaga þótt þeir séu ekki alltaf aðaleigendurnir.

Tvö félög eru í eigu ítalskra kaupsýslumanna en það hefur ekki endilega verið áberandi í umræðunni. Eru það Leeds United og Watford.

Asíubúar hafa verið fyrirferðarmiklir. Ekki bara arabarnir heldur einnig frá Kína og Taílandi. Kínverjar eiga Wolves og Taílendingar eiga Leicester City en það var vitaskuld mjög áberandi vegna harmleiksins árið 2018. Eigandi félagsins, Vichai Srivaddhanaprabha, beið þá bana í þyrluslysi á bílastæðinu fyrir utan leikvang Leicester. Auk þess er aðaleigandi Everton Farhad Moshiri frá Íran en er einnig með breskt vegabréf. Hann gerir ekki upp á milli landanna og býr bara í Mónakó.

Eigendur úrvalsdeildarliðanna koma frá fjórum heimsálfum því Afríka á einnig fulltrúa. Egyptinn Nassef Sawiris er stjórnarformaður Aston Villa og í eigendahópnum.

Umfjöllunina um eigendur úrvalsdeildarliðanna í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert