„Jadon var frábær“

Jadon Sancho fagnar markinu í gær.
Jadon Sancho fagnar markinu í gær. AFP

Michael Carrick stýrði Manchester United þegar liðið lagði Villarreal að velli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær.

Carrick var afskaplega ánægður með framlag Jadons Sancho sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í Meistaradeildinni í 2:0 sigri.

„Þetta var merkilegt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig mjög fram í að verjast og markið sem hann skoraði mun gefa honum mikið. Jadon var frábær í leiknum. Menn uppskera þegar þeir vinna vel og ég er ánægður fyrir hans hönd.

Við vitum að hann vill vera með boltann en mér fannst ánægjulegast að sjá vinnusemina og hlaupin þegar hann var ekki með boltann. Hann átti stóran þátt í sigrinum og frammistaða hans endurspeglaði frammistöðu liðsins,“ sagði Carrick.

mbl.is