Landsliðsmaður slasaðist á næturklúbbi

Kalvin Phillips í leiknum með Leeds gegn Tottenham á sunnudaginn.
Kalvin Phillips í leiknum með Leeds gegn Tottenham á sunnudaginn. AFP

Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United og enska landsliðsins í knattspyrnu, varð fyrir meiðslum á höfði á næturklúbbi um síðustu helgi.

Phillips og nokkrir samherjar hans í Leeds ákváðu að fara út á lífið eftir ósigur liðsins gegn Tottenham, 2:1, á sunnudaginn og brugðu sér á næturklúbbinn Cirque Le Soir. 

Samkvæmt Daily Mail fékk Phillips slæma byltu inni á staðnum og hlaut áverka á höfði sem þörfnuðust meðhöndlunar.

Hann hefur þó fengið heimild frá lækni til að hefja æfingar á ný og vonast er til að hann geti spilað með Leeds gegn Brighton um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert