Óvissa vegna meiðslanna hjá Chelsea

N'Golo Kante fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn …
N'Golo Kante fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Juventus í gærkvöld. AFP

Ben Chilwell og N'Golo Kanté fóru báðir meiddir af velli í gærkvöld þegar Chelsea burstaði Juventus 4:0 í Meistaradeild Evrópu og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri hefur áhyggjur af stöðu þeirra.

Tuchel sagði að báðir leikmennirnir hefðu meiðst á hné og óvissa er með framhaldið hjá þeim en Chelsea á fyrir höndum sannkallaðan stórleik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi.

Leikmennirnir fara báðir í nánari skoðun í dag. „Ég krossa fingur og vona að við fáum ekki of slæmar fréttir,“ sagði Tuchel.

Uppfært kl. 15.30.
Óttast er að Chilwell hafi slitið krossband í hné og sé það rétt mun hann ekki spila meira á þessu keppnistímabili.

mbl.is