Greindist fyrir viku en stýrir Newcastle á morgun

Eddie Howe verður á hliðarlínunni hjá Newcastle á morgun.
Eddie Howe verður á hliðarlínunni hjá Newcastle á morgun. AFP

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle United, fær að vera á hliðarlínunni þegar liðið heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun þrátt fyrir að hafa greinst með kórónuveiruna fyrir sléttri viku síðan.

Howe gat því ekki stýrt Newcastle í 3:3-jafnteflinu gegn Brentford um síðustu helgi.

Samkvæmt reglum í Bretlandi þarf hver sá sem greinist með veiruna að fara í einangrun í tíu daga og hefði Howe samkvæmt því átt að missa af leiknum gegn Arsenal líka þegar átta dagar verða liðnir frá upphaflegri greiningu hans.

Smit hans var hins vegar rekið lengra aftur í tímann og eftir að hafa greinst neikvæður í dag fékk Howe grænt ljós á að vera á hliðarlínunni hjá Newcastle í fyrsta sinn eftir að hann var ráðinn stjóri liðsins fyrr í mánuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert