Verður stórleiknum einnig frestað?

Vallarstarfsmenn hafa skafað Etihad-völlinn í aðdraganda leiks Man. City og …
Vallarstarfsmenn hafa skafað Etihad-völlinn í aðdraganda leiks Man. City og West Ham en áfram snjóar þó. AFP

Leik Burnley og Tottenham Hotspur, sem átti að hefjast klukkan 14 í dag, hefur verið frestað vegna mikillar snjókomu í Burnley. Einnig snjóar mikið í Manchester þar sem Manchester City tekur á móti West Ham United í stórleik.

Sá leikur á einnig að hefjast klukkan 14 og miðað við myndband sem var birt á twitteraðgangi West Ham kyngir snjónum niður.

Etihad-völlur City virðist ekki jafn þakinn snjó og Turf Moor, heimavöllur Burnley, og því  líklegra að leikurinn geti farið fram en að honum verði frestað, þó skjótt skipast veður í lofti.

mbl.is