Það heimskulegasta sem ég hef heyrt

Ralf Rangnick er að taka við Manchester United.
Ralf Rangnick er að taka við Manchester United. AFP

Fyrrverandi knattspyrnustjórinn Harry Redknapp gagnrýndi forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United harðlega í grein sem hann ritaði í enska miðilinn The Sun um helgina.

United er að ganga frá ráðningunni á þýska stjóranum Ralf Rangnick en hann mun stýra liðinu út tímabilið og taka svo við ráðgjafahlutverki innan félagsins til næstu tveggja ára.

Rangnick tekur við liðinu af Michael Carrick sem hefur stýrt United í undanförnum tveimur leikjum en Carrick var ráðinn bráðabirgðastjóri liðsins þegar Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn.

„United ræður bráðabirgðastjóra til þess að taka við af öðrum bráðabirgðastjóra sem er algjörlega galið,“ skrifaði Redknapp.

„Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt. Þeir vildu fá Mauricio Pochettino en það gekk ekki og þá var bara ákveðið að ráða annan bráðabirgðastjóra.

Þeir hefðu getað samið við hann núna, tel ég, en þetta sýnir líka hversu mikla trú félagið virðist hafa haft á Michael Carrick,“ bætti Redknapp við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert