Carragher á ekki að tjá sig

Jamie Carragher starfar hjá Sky Sports í dag.
Jamie Carragher starfar hjá Sky Sports í dag. AFP

Rio Ferdinand skaut föstum skotum að Jamie Carragher, fyrrverandi leikmanni Liverpool og sparkspekingi hjá Sky Sports, í vikunni.

Carragher hefur verið duglegur að gagnrýna fyrrverandi félag Ferdinands Manchester United en félagið lét Ole Gunnar Solskjær fara sem knattspyrnustjóra liðsins á dögunum.

Carragher hefur verið duglegir að gagnrýna Solskjær og sagði hann ekki stjóra sem gæti skilað titlum í hús. Þá hefur hann einnig talað um að Cristiano Ronaldo hafi verið fenginn til félagsins til þess að skila bikurum í hús.

„Carragher á ekki að vera tjá sig um sigur í ensku úrvalsdeildinni og annað í þeim dúr enda gerði hann það aldrei sjálfur,“ sagði Ferdinand.

„Hann veit ekkert hvaða þýðingu það hefur og hvernig maður vinnur Englandsmeistaratitil. Hann hefur heldur aldrei stýrt liði til sigurs í deildarkeppni. Ég hef enga trú á því sem hann segir þegar hann talar um þennan málflokk.

Ég hlusta á það sem hann hefur að segja þegar hann talar um bikarkeppnir því Liverpool vann nokkrar þannig en ég tek hljóðið af þegar hann talar um annað,“ sagði Ferdinand.

mbl.is