Fjórði sigur meistaranna í röð

Manchesdter City er á góðu flugi.
Manchesdter City er á góðu flugi. AFP

Manchester City er áfram í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Aston Villa í kvöld. City er með 32 stig, einu á eftir Chelsea og einu á undan Liverpool. City hefur unnið fjóra leiki í röð og er á góðu flugi. 

City var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Rúben Diaz kom liðinu yfir á 27. mínútu eftir sendingu frá Raheem Sterling. Bernardo Silva tvöfaldaði forskotið á 43. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0.

Ollie Watkins lagaði stöðuna strax í upphafi seinni hálfleiks er hann skoraði eftir undirbúning Douglas Luiz á 47. mínútu.

Caleb Chukwuemeka fékk dauðafæri til að jafna metin er hann slapp einn í gegn undir lokin en Ederson í marki Manchester City varði glæsilega frá honum.

Þrátt fyrir nokkra pressu á lokamínútunum náði Villa ekki að skapa sér annað gott færi og sigur Manchester City varð raunin.

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 22:09 Leik lokið City heldur út og heldur öðru sætinu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert