Yfirburðir Liverpool í grannaslagnum

Mo Salah skoraði tvö falleg mörk.
Mo Salah skoraði tvö falleg mörk. AFP

Liverpool vann sannfærandi 4:1-útisigur á Everton í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er áfram í þriðja sæti deildarinnar, nú með 31 stig, en Everton er í 14. sæti með 15 stig. Everton hefur leikið átta leiki í röð án þess að fagna sigri. 

Liverpool byrjaði af gríðarlegum krafti og fékk tvö mjög góð færi strax í upphafi leiks. Sóknin bar loks árangur á 9. mínútu er Jordan Henderson skoraði eftir sendingu frá Andy Robertson.

Henderson sá um að leggja upp annað mark Liverpool á 19. mínútu en það gerði Mo Salah með glæsibrag. Það munaði hinsvegar aðeins einu marki á liðunum í hálfleik því Demarai Gray minnkaði muninn á 38. mínútu.

Liverpool var hinsvegar sterkari í seinni hálfleik og Mo Salah skoraði annað glæsilegt mark á 64. mínútu og stundarfjórðungi síðar bætti Diogo Jota við fjórða markinu með glæsilegu skoti eftir góða gabbhreyfingu, en fleiri urðu mörkin ekki.

Everton 1:4 Liverpool opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert