Hafnaði samningstilboði Arsenal

Eddie Nketiah er á förum frá Arsenal.
Eddie Nketiah er á förum frá Arsenal. AFP

Eddie Nketiah, framherji enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur hafnað tilboði þess um nýjan samning og því eru allar líkur á því að dvöl hans hjá félaginu ljúki þegar núverandi samningur hans rennur sitt skeið næsta sumar.

Nketiah er 22 ára gamall og gekk til liðs við Arsenal frá nágrönnunum í Chelsea þegar hann var 16 ára, árið 2015.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji gjarna halda Nketiah í herbúðum liðsins.

Hann hefur þó ekkert komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og sér því sæng sína upp reidda enda vill hann fara að spila reglulega.

Samkvæmt Sky Sports er það ástæðan fyrir því að hann hafnaði samningstilboði Arsenal, höfnunin hafi ekkert með peninga að gera.

mbl.is