Tilþrifin: Ekki nóg að vera yfir í 84 mínútur

West Ham tapaði tveimur dýrmætum stigum á heimavelli í kvöld þegar Brighton kom í heimsókn til Austur-London í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hamrarnir voru með forystu í 84 mínútur í leiknum, eftir að Tomás Soucek skoraði strax í byrjun, en undir lokin jafnaði Neal Maupay fyrir Brighton, 1:1.

Mörkin og helstu tilþrifin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is