West Ham að missa af toppliðunum

Neal Maupay fagnar jöfnunarmarkinu.
Neal Maupay fagnar jöfnunarmarkinu. AFP

West Ham og Brighton skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli West Ham í kvöld. Úrslitin þýða að West Ham er að missa topplið deildarinnar lengra frá sér, en liðið er í fjórða sæti með 24 stig, átta stigum á eftir Manchester City á toppnum.

Tomás Soucek kom West Ham yfir á 5. mínútu en franski framherjinn Neal Maupay jafnaði á 89. mínútu með glæsilegu marki úr hjólhestaspyrnu og þar við sat.

Jan Bednarek kom Southampton yfir strax á 3. mínútu en Jonny Evans jafnaði í 1:1 á 22. mínútu. Tólf mínútum síðar kom Che Adams Southampton aftur yfir og var staðan í hálfleik 2:1. James Maddeson jafnaði aftur fyrir Leicester á 49. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri. 

Wolves og Burnley gerðu markalaust jafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72 mínúturnar með Burnley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert