Carrick hættur: Kominn tími á frí

Tilkynnt var eftir 3:2 sigur Manchester United á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að Michael Carrick, sem hefur stýrt liði United til bráðabirgða í síðustu þremur leikjum, sé hættur hjá félaginu. 

Ralf Rangnick er að taka við liðinu en búist var við að Carrick yrði í þjálfarateymi hans. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. 

Tómas Þór Þórðarson tók viðtal við Carrick eftir leikinn í kvöld sem má sjá hér að ofan.

Leikur Manchester United og Arsenal var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert