Ronaldo með 800. markið á ferlinum

Cristiano Ronaldo kemur Manchester United í 2:1 með sínu 800. …
Cristiano Ronaldo kemur Manchester United í 2:1 með sínu 800. marki á ferlinum. AFP

Cristiano Ronaldo skoraði í kvöld sitt 800. mark á ferlinum, fyrir félagslið og landslið, þegar hann kom Manchester United í 2:1 gegn Arsenal í leik liðanna sem nú stendur yfir á Old Trafford.

Hann lét ekki þar við sitja heldur bætti við 801. markinu eftir að Arsenal hafði jafnað metin í 2:2 og kom United yfir á ný.

Ronaldo hefur nú skorað 129 mörk fyrir Manchester United en hann gerði 450 fyrir Real Madrid, 101 fyrir Juventus, 5 fyrir Sporting Lissabon og 115 fyrir portúgalska landsliðið.

Hann er sagður fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora 800 mörk á ferlinum. Reyndar er hinn brasilíski Pelé skráður fyrir 1.283 mörkum en þar af voru 757 í mótsleikjum með félagsliðum og landsliði.

Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa komið Manchester United í …
Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa komið Manchester United í 3:2 með sínu 801. marki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert