Salah tók met af Henry

Mohamed Salah fagnar seinna marki sínu á Goodison Park í …
Mohamed Salah fagnar seinna marki sínu á Goodison Park í gærkvöld. AFP

Mohamed Salah, egypski sóknarmaðurinn hjá Liverpool, sló í gærkvöld met í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar lið hans vann Everton í grannaslagnum á Goodison Park, 4:1.

Salah skoraði tvö markanna og hefur þar með skorað 13 mörk og átt 8 stoðsendingar í fyrstu 14 leikjum Liverpool í deildinni á þessu tímabili. 

Hann hefur sem sagt átt beinan þátt í 21 marki og þar með gert betur en Thierry Henry sem átti beinan þátt í 20 mörkum Arsenal í fyrstu 14 leikjum tímabilsins 2004-2005.

Thierry Henry lék með Arsenal frá 1999 til 2007 og …
Thierry Henry lék með Arsenal frá 1999 til 2007 og aftur 2012 skoraði 175 mörk fyrir liðið í úrvalsdeildinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert