Tottenham fór upp um þrjú sæti

Leikmenn Tottenham fagna eftir að þeir komust 1:0 yfir í …
Leikmenn Tottenham fagna eftir að þeir komust 1:0 yfir í kvöld. AFP

Tottenham klifraði upp um þrjú sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Brentford 2:0 á Tottenham-leikvanginum í London.

Tottenham náði forystunni á 12. mínútu þegar Heung-Min Son sendi fyrir mark Brentford frá vinstri og Sergi Canos varð fyrir því að fá boltann í höfuðið frá samherja í Brentford og þaðan spýttist hann í netið. Sjálfsmark og staðan var 1:0 í hálfleik.

Son bætti við öðru marki fyrir Tottenham á 65. mínútu eftir sendingu frá Sergio Reguilon, 2:0, og þar með var sigurinn innsiglaður.

Tottenham fór úr níunda  sætinu í það sjötta, uppfyrir Wolves, Brighton og Leicester, og er með 22 stig. Brentford seig úr ellefta sæti niður í það tólfta með 16 stig.

mbl.is