Conte hefur engar áhyggjur af Kane

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hrósaði leikmönnum liðsins að loknum leiknum gegn Brentford í gær og sagðist vera ánægður með samstarfið hingað til.

Conte sem nýlega tók við liðinu var í framhaldinu spurður um Harry Kane sem ekki hefur náð sér almennilega á strik í deildinni sem af er.

„Ég hef ekki áhyggjur af Harry Kane. Hann lék virkilega vel. Hann fékk tækifæri til að skora en markvörður Brentford var mjög góður. Kane var alltaf á réttum stað í sókninni og var ógnandi. Ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðu leikmanns þar sem löngunin, ástríðan og dugnaðurinn skín í gegn. Það skiptir ekki máli hvort hann skori eða ekki ef hann spilar eins og hann gerði í kvöld. Þá yrði ég himinlifandi. Tottenham er það sem við þurfum að hugsa um,“ sagði Conte við fjölmiðlamenn í London. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert