Mörkin: Jafnaði á áttundu mínútu uppbótartímans

Neal Maupay skoraði jöfnunarmark fyrir Brighton í uppbótartíma annan leikinn í röð er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Armando Broja kom Southampton yfir á 29. mínútu en Frakkinn Maupay tryggði Brighton stig á síðustu stundu, eins og áður segir.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is