Origi enn einu sinni hetjan - Liverpool á toppinn

Mo Salah og Trent Alexander-Arnold fagna Divock Origi eftir að …
Mo Salah og Trent Alexander-Arnold fagna Divock Origi eftir að hann skoraði sigurmarkið í dag. AFP

Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 1:0 sigri á Wolves. Allt útlit var fyrir að leiknum myndi ljúka með jafntefli en varamaðurinn Divock Origi reyndist hetjan þegar hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

Fyrri hálfleikurinn var frekar rólegur og var lítið um færi. Besta færið kom líklega á 38. mínútu þegar Diogo Jota fann Andy Robertson í hlaupinu upp að endamörkum vinstra megin. Robertson smellti boltanum í hárrétt svæði fyrir markið með jörðinni þar sem Mohamed Salah kom á ferðinni. Salah átti bara eftir að ýta boltanum yfir línuna í opið mark þegar Romain Saiss renndi sér í boltann og bjargaði meistaralega. Staðan í hálfleik því markalaus.

Eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Diogo Jota lang besta færi leiksins. José Sá markvörður Wolves fór þá í hrikalegt skógarhlaup og tapaði boltanum til Jota. Portúgalinn var aleinn með nætan tíma gegn Conor Coady og Max Kilman sem báðir höfðu komið sér vel fyrir á marklínunni, en í stað þess að leggja boltann í annað hornið negldi hann honum beint í Coady.

Gestirnir sóttu án afláts og uppskáru eftir því í uppbótartíma. Mo Salah fann þá varamanninn Divock Origi inn í markteig með bakið í markið, hann sneri glæsilega með boltann áður en hann smellti honum í netið. Gríðarlega mikilvægt mark.

Með sigrinum fer Liverpool á topp deildarinnar tímabundið hið minnsta. Manchester City mætir Watford á eftir og geta komist á toppinn vinni þeir þann leik. Wolves eru áfram í áttunda sæti deildarinnar með 21 stig.

Mo Salah og Rayan Ait-Nouri í baráttunni í leiknum.
Mo Salah og Rayan Ait-Nouri í baráttunni í leiknum. AFP
Wolves 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Mo Salah (Liverpool) á skot sem er varið Fær boltann í teignum með bakið í markið, snýr og reynir skot á nærstöngina en Jose Sá sér við honum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert