West Ham annað liðið til að vinna Chelsea

Michail Antonio var sáttur með Arthur Masuaku eftir að sá …
Michail Antonio var sáttur með Arthur Masuaku eftir að sá síðarnefndi hafði skorað sigurmark West Ham í dag. AFP

West Ham vann frábæran 3:2 sigur á toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Ham lenti tvisvar undir í leiknum en vann að lokum sigur.

Thiago Silva kom Chelsea yfir.
Thiago Silva kom Chelsea yfir. AFP

Fyrri hálfleikurinn var hinn fjörugasti. Þegar tæplega hálftími var liðinn fengu gestirnir hornspyrnu. Boltinn endaði á kollinum á hinum reynslumikla Thiago Silva sem stangaði boltann í netið og kom sínum mönnum yfir. Um tíu mínútum síðar fékk West Ham vítaspyrnu þegar Edouard Mendy markvörður Chelsea braut á Jarrod Bowen. Jorginho átti þá lausa sendingu til baka á Mendy sem fékk pressu á sig frá Bowen. Bowen vann boltann af Mendy sem reyndi að renna sér í boltann en braut á honum í staðinn. Argentínumaðurinn Manuel Lanzini skoraði af gríðarlegu öryggi úr spyrnunni. Þegar fyrri hálfleikurinn var við það að renna sitt skeið skipti Hakim Ziyech boltanum yfir frá vinstri til hægri á Mason Mount. Mount var við vítateigslínuna, tók boltann á lofti í fyrstu snertingu og smellti honum í hornið nær. Hálfleikstölur 1:2.

Lanzini jafnaði úr vítaspyrnu.
Lanzini jafnaði úr vítaspyrnu. AFP

Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Jarrod Bowen metin fyrir West Ham. Hann fékk boltann þá rétt fyrir utan teig frá Vladimir Coufal og smellti honum með vinstri færi niðri í fjær hornið. Frábært skot sem Edouard Mendy átti ekki roð í. Heimamenn voru ekki hættir en þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma reyndi Arthur Masuaku fyrirgjöf frá vinstri, sem fór af varnarmanni og sveif í nærhornið þar sem Mendy náði ekki til hans. Ótrúlegt mark.

Jarrod Bowen jafnaði metin í 2:2
Jarrod Bowen jafnaði metin í 2:2 AFP

Með sigrinum styrkir West Ham stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar en þeir eru nú með 27 stig. Chelsea halda í toppsætið í bili hið minnsta en bæði Manchester City og Liverpool hafa nú tækifæri til að komast upp fyrir þá bláklæddu.

West Ham 3:2 Chelsea opna loka
90. mín. Vladimír Coufal (West Ham) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert