Fred hetjan í fyrsta leik Rangnick

Fred fagnar sigurmarkinu.
Fred fagnar sigurmarkinu. AFP

Manchester United fagnaði 1:0-heimasigri á Crystal Palace í fyrsta leik Ralf Rangnick undir stjórn liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Brasilíumaðurinn Fred skoraði sigurmarkið á 77. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs eftir sendingu frá Mason Greenwood.

United var töluvert betri aðilinn fyrsta hálftímann og fékk nokkur mjög fín færi til að skora, án þess að reyna mjög mikið á Vicente Guaita í marki Crystal Palace. Gestirnir ógnuðu lítið og var staðan í leikhléi 0:0.

Jordan Ayew fékk sannkallað dauðafæri til að skora fyrsta markið á 75. mínútu er hann setti boltann framhjá af stuttu færi. Tveimur mínútum síðar skoraði Fred sigurmarkið og hinn þýski Rangnick fer vel af stað.

United er í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig og Crystal Palace í 12. sæti með 16 stig.

Ralf Rangnick á hliðarlínunni í dag.
Ralf Rangnick á hliðarlínunni í dag. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. Utd 1:0 Crystal Palace opna loka
90. mín. Crystal Palace fær hornspyrnu 90+3 Palace fær aðra tilraun.
mbl.is