Lygileg endurkoma Everton gegn Arsenal

Demarai Gray fagnar sigurmarki sínu gegn Arsenal.
Demarai Gray fagnar sigurmarki sínu gegn Arsenal. AFP

Demarai Gray reyndist hetja Everton þegar liðið tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park í Liverpool í fimmtándu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Everton Gray skoraði sigurmark Everton með stórkostlegu skoti utan teigs í uppbótartíma.

Richarlison kom boltanum í netið fyrir Everton á 44. mínútu með frábærum skalla eftir aukaspyrnu Andros Townsend frá hægri en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Martin Ödegaard kom svo Arsenal yfir tveimur mínútum síðar með frábæru viðstöðulausu skoti úr miðjum teignum eftir laglega fyrirgjöf Kieran Tierney frá vinstri og Arsenal leiddi því 1:0 í hálfleik.

Richarlison virtist hafa jafnað metin fyrir Everton á  58. mínútu með föstu skoti úr teignum en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Á 79. mínútu átti Demarai Gray frábært skot í þverslánna og út. Frákastið datt fyrir Richarlison sem skallaði boltann í netið af stuttu færi og í þetta skiptið fékk markið að standa.

Eddie Nketiah fékk sannkallað dauðafæri á 84. mínútu til þess að koma Arsenal yfir á nýjan leik en frír skalli hans á fjærstönginni fór í stöngina og út.

Gray tryggði svo Everton öll þrjú stigin í leiknum með frábærum spretti í uppbótartíma en hann þrumaði boltanum af D-boganum í stöngina og inn og lokatökur þvi 2:1 á Goodison Park.

Everton fer með sigrinum upp í tólfta sæti deildarinnar í 18 stig en Arsenal er í sjöunda sætinu með 23 stig.

Everton 2:1 Arsenal opna loka
90. mín. Abdoulaye Doucouré (Everton) á skot sem er varið Doucouré með skot úr þröngu færi en boltinn beint á Ramsdale í marki Arsenal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert